Steypusögun - múrbrot
Tækjabúnaður Sagtækni og þekking starfsmanna hentar í flest verkefni í steypusögun og múrbrot sama hvort verkefnið er stórt eða smátt. Sögunin eða brotið getur verið í steypu, vikurveggi, malbik, klappir ofl.
Helstu verkefni í steypusögun eru að saga fyrir hurðar- og gluggagötum, bæði að stækka núverandi og gera ný. Saga niður veggi, saga gólfgöt milli hæða fyrir lyftum eða stigum. Saga fyrir lögnum í gólf og veggi allt frá sögun fyrir raflögnum í að saga fyrir stórum veitulögnum í virkjunum.
Steypusögun fylgir oftast töluvert múrbrot en í sumum verkum er hagkvæmara að brjóta niður steypuna. Aðstæður eru mjög mismunandi milli verkefna og leggja starfsmenn Sagtækni sig alla fram um að leysa hvert verkefni fyrir sig á sem hagkvæmastan hátt með snyrtimennsku að leiðarljósi.
Þar sem þörf er á, er umhverfi verksvæðisins varið með plasti eða á annan nauðsynlegan hátt til að verjast skemmdum og sóðaskap.
Styrkingar á burðarvirki
Þegar söguð eru stór göt í veggi eða heilu veggirnir fjarlægðir þarf að gæta varkárni, því ekki má raska burðarvirki húsa öðruvísi en að nýjar styrkingar komi í staðinn.
Áður en farið er í slíka vinnu þarf að láta burðarþolsfræðing líta á verkið og meta hvort og hvað mikið er hægt að fjarlægja af veggjum og hvort og hvernig styrkingar þurfa að koma í staðinn.
Sagtækni er í góðum tengslum við verkfræðistofur sem geta tekið að sér slíka burðarþols úttekt. Sagtækni hefur á undanförnum árum smíðað og sett upp mikið af styrkingum þar sem þeirra hefur verið þörf.
Hjá fyrirtækinu starfa tæknimenn sem geta smíðað og sett upp slíkar styrkingar.
Kjarnaborun
Sagtækni á mikinn lager af kjarnaborum og borvélum, getur því borað flestar stærðir af götum. Kjarnaborarnir á lager Sagtækni eru frá 12 mm upp í 760 mm í þvermál. Þar sem þörf er á, er umhverfi verksvæðisins varið með plasti eða á annan nauðsynlegan hátt til að verjast skemmdum og sóðaskap.
Það er oftast hægt að nálgast nýja bora með stuttum fyrirvara með aðstoð okkar byrgja ef stærðin er ekki til á lager. Í kjarnaborun sem og öðrum verkum leggur Sagtækni mikið upp úr þrifalegri umgengni og góðum frágangi. Borun í loft, gólf og veggi er okkur ekkert að fyrirstöðu.
VÉLSLÍPUN – GÓLF OG VEGGJASLÍPUN
Slípum gólf, veggi og loft, vel tækjum búnir og ryksugur sem gerir nánast ryklaust. Slýpun í nýbyggingum og eldri húsa, alls kyns áferð, slípun hraunaðra, steinaða, málaða og lím af vegjjum og gólfa. Myglusveppaslípun og er þá slípað málning eða annað af og slípað öll mygla .
Öll óhreinindi af gólfum meðal annars málningu, flísa og dúkalím. Við erum með flestar stærðar af slípivélum sem henta fyrir rými af hvaða stærð, allt frá litlu rými upp í heilu atvinnuhúsnæðin.
MÚRBROT – NIÐURRIF
Sagtækni sinnir allskonar múrbroti og niðurrifi, brjótum allt og rífum niður, getum rifið niður allt innanhús og utan og förgun er einnig. Steypusögun fylgir oftast töluvert múrbrot en í sumum verkum er hagkvæmara að brjóta niður steypuna.
Aðstæður eru mjög mismunandi milli verkefna og leggja starfsmenn Sagtækni sig alla fram um að leysa hvert verkefni fyrir sig á sem hagkvæmastan hátt með snyrtimennsku að leiðarljósi.
Þar sem þörf er á, er umhverfi verksvæðisins varið með plasti eða á annan nauðsynlegan hátt til að verjast skemmdum og sóðaskap.
Hafa ber í huga hvort hafi áhrif á burðarþol. Hvort eru lagnir, skólp, rafmagns og vatnslagnir
GÓLHITAFRÆSING – FRÆSUN FYRIR LAGNIR
Bjóðum upp á gólfhitafræsun og án eða með niðurlögðum rörum, erum í samstarfi við pípulagningamenn sem geta tengt og farið yfir allt svo að allt verður tilbúið. Erum vel tækjum búnir upp á snyrtileg vinnubrögð og nánast ryklaust með öflugum ryksugum.
Einnig í boði slípun gólfa áður en fræst er svo allt lím eða annað sem er á gólfinu er fjarlægt áður en fræst er og svo er flotað yfir. Slípun eftir flotun er líka sem við bjóðum uppá ásamt allri slípun veggja, lofta og gólfa. Hafa ber í huga hvort eru lagnir, skólp, rafmagns og vatnslagnir.
GLUGGA OG HURÐAÍSETNINGAR
Sagtækni er mikið í sögun fyrir gluggum og hurðum, hvort um er að ræða stækkun eða nýtt gat, þá erum við vel tækjum búnir og getum tekist á við allar stærðir. Fjarlæging á efni og múrbroti einnig því tengt. Í samstarfi við smíðafyrirtæki getum við klárað verkið frá sögun til ísetningar glugga og hurða.
Hafa ber í huga hvort hafi áhrif á burðarþol. Hvort eru lagnir, skólp, rafmagns og vatnslagnir hafi verið fjarlægðar. Starfsmenn leggja mikið upp á að hafa sem snyrtilegast. Þar sem þörf er á, er umhverfi verksvæðisins varið með plasti eða á annan nauðsynlegan hátt til að verjast skemmdum og sóðaskap.
ALMENNT FASTEIGNA VIÐHALD – BREYTINGAR Á HÚSNÆÐI
Sagtækni tekur að sér breytingar og viðhald fasteigna, niðurrif allskonar bæði innan húss og utan og er það verið að breyta eða stækka. Við þjónustum einstaklinga, fasteignafélög, verktaka og húsfélög.
Erum vel tækjum búnir með það að gera, rafstöðvar til leigu, kerrur til að flytja múrbrot og úrgang. Niðurrif veggja eða tilfærsla á hurðum er eitthvað sem Sagtækni tekur að sér. Reyndir starfsmenn með þekkingu og reynslu í viðhaldi og framkvæmdum.

