Sími: 893 3236 - 567 4262

Um okkur

SAGTÆKNI EHF. 30 ÁRA 1987 - 2017

Sagan

Sagtækni er fjölskyldufyrirtæki sem hóf starfsemi 1987 og er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi. Stofnandi fyrirtækisins er Vilhelm Jónsson. 1. desember 2007 taka núverandi eigendur, Aðalsteinn Sigurhansson og Helga Elísabet Kristjánsdóttir við rekstri Sagtækni. Fyrirtækið flutti í nýtt iðnaðarhúsnæði um aldamótin.

Sagtækni var leiðandi í að taka í notkun nýja kynslóð af rafmagnssögum fyrir steypusögun frá Husqvarna í samstarfi við MHG ehf, sem keyptar voru á sýningu
í Þýskalandi 2013 þar sem þær voru fyrst kynntar. Sagtækni kaupir HIS steypusögun 2015 sem sameinast rekstri Sagtækni. HIS er rótgróið fyrirtæki á sama markaði og styrktist Sagtækni enn frekar bæði í tækjabúnaði, breidd viðskiptavina og þekkingu.
Fyrirtækið hefur vaxið með árunum en ávalt haft það að leiðarljósi að fara ekki fram úr sér í rekstrinum enda hefur Sagtækni aldrei skipt um kennitölu vegna rekstrarerfiðleika. Fyrirtækið hefur ávalt borið gæfa til að vera með góðan, traustan og samhentan mannskap sem hafa skapað Sagtækni gott orð og skilað góðum verkum.

Viðskiptavinirnir

Sagtækni hefur verið allt frá upphafi í mjög góðu samstarfi við marga fasta viðskiptavini fyrirtækisins jafnvel áratugum saman. Viðskiptavinir Sagtækni er ansi breiður hópur fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila um land allt, enda starfsferillinn langur.

Í hópi viðskiptavina eru nær öll stærri bygginga og verktakafyrirtæki landsins, öll sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu, öll stærri orkufyrirtæki landsins, verkfræðistofur ofl.

Sagtækni hefur alltaf lagt sig fram um að sinna vel verkefnum fyrir einstaklinga í smærri og stærri verkum, enda ekki margar götur á höfuðborgarsvæðinu sem starfsmenn Sagtækni hafa ekki komið að verkefnum í.


STEFNA OG MARKMIÐ

Stefna Sagtækni er að sinna viðskiptavininum vel, á sem hagkvæmastan hátt og viðhalda góðu orðspori með þjónustulund, þekkingu og snyrtimennsku. Þessu markmiði náum við best með góðum reynslumiklum mannskap og öflugum góðum tækjabúnaði.

Slagorð Sagtækni GÆÐI, ÞEKKING, ÞJÓNUSTA fylgja okkur starfsmönnum fyrirtækisins í verkum okkar og eru leiðandi inn í framtíðina.


unnamed-1.png
Sagtækni ehf. • 893 3236 - 567 4262 • sagtaekni@sagtaekni.is
Hannað af Filmís